skilmálar

Greiðsluskilmálar

Tekið er við öllum helstu kreditkortum (ekki AMEX), en ekki er tekið við reiðufé. Greiðsla á herbergjum fer fram fyrir komu, samkvæmt afbókunarskilmálum.

Afbókunarskilmálar

  • Venjulegt verð: Ef afbókun eða breyting er gerð allt að 3 dögum fyrir komu, fellur ekki til gjald. Ef afbókun eða breyting er gerð með minni fyrirvara eða ef gestur mætir ekki, verður heildarverð bókunar rukkað.
  • Óendurgreiðanlegt verð: Heildarverð bókunar verður rukkað við bókun og greiðslan er óafturkræf.

Reykingar og veip
Vinsamlegast virðið að hótelið er reyk- og veiplaust. Gestir sem hafa reykt eða veipað innanhúss verða rukkaðir 400 EUR sekt.

Skemmdir og þjófnaður
Gestir bera ábyrgð á öllum skemmdum sem verða á eignum hótelsins á meðan dvöl stendur. Ef eigur hótelsins, svo sem hárþurrkur eða sjampó, glatast verður rukkað fyrir þau atriði.

Viðbótargjöld
Viðbótarþrif vegna uppkasta eða óvenjulegs óreiðuástands í herbergi verða rukkuð um 50.000 ISK.
Ef skemmdir verða á eignum hótelsins eða hlutum þess verður heildarkostnaður við viðgerð eða endurnýjun rukkaður.
Ef saur eða aðrir líkamsvökvar finnast til dæmis í sturtu eða í herbergi, telst það til eignaspjalla og verður sekt upp á 50.000 ISK eða fullur kostnaður við endurnýjun á húsgögnum rukkaður fyrir slíka hegðun.

Stefnur

Stefna í vinnuvernd

Öryggi á vinnustað: Skuldbinding til að útbúa og viðhalda öruggu vinnuumhverfi fyrir allt starfsfólk.

Heilbrigði starfsfólks: Markmiðið er að tryggja heilbrigði og vellíðan starfsfólks með heilsueflandi aðgerðum og fræðslu.

Áhættumat og öryggisráðstafanir

Áhættumat: Reglulegt áhættumat á öllum starfsstöðvum hótelsins til að greina mögulegar hættur.

Öryggisráðstafanir: Innleiðing viðeigandi öryggisráðstafana til að koma í veg fyrir slys og heilsutjón, svo sem viðbragðsáætlanir við eldsvoða og neyðarástanda.

Þjálfun og fræðsla

Öryggisþjálfun: Skyldubundin þjálfun fyrir allt starfsfólk um öryggismál og notkun persónuhlífðarbúnaðar.

Heilsufræðsla: Reglubundin fræðsla um slysavarnir og aðrar heilsutengdar upplýsingar.

Vinnuverndaráætlun

Hótel Varmaland leggur áherslu á að veita öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi fyrir allt sitt starfsfólk.Vinnuverndaráætlunin skilgreinir stefnu og aðgerðir sem miða að því að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað.

Eftirlit og endurbætur

Öryggiseftirlit: Reglubundið eftirlit með öryggisbúnaði og aðstöðu, þar með talið slökkvitæki og neyðarútgangar.

Endurbætur: Aðgerðir til að bæta öryggi og heilbrigði eftir þörfum, byggt á niðurstöðum eftirlits og þjálfunar.

Samskipti og samráð

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisnefnd: Val á trúnaðarmönnum og starfsemi öryggisnefndar til að stuðla að samráði og samskiptum um öryggismál á milli stjórnenda og starfsfólks.

Tilkynningarskylda: Skýrar reglur um tilkynningarskyldu starfsfólks um öryggisatvik og slys.

Viðbrögð við slysum og atvikum

Viðbragðsáætlanir: Skýrar leiðbeiningar um viðbrögð við slysum og neyðaratvikum, þ.m.t. skyndihjálp og tilkynning til viðeigandi yfirvalda.

Slysaskráning og úttekt: Kerfisbundin skráning á öllum slysum og atvikum á vinnustað – einnig úttekt á orsökum til að koma í veg fyrir endurtekningu

Umverfis og sjálfbærnistefna

Hótel Varmaland er að taka sín fyrstu spor í umhverfisstefnu. Við erum lítið hótel í undurfögru umhverfi í Borgarfirði, við veitum persónulega þjónustu. Við viljum að viðskiptavinum okkar líði vel hjá okkur. Við leggjum áherslu á gott aðgengi fyrir alla og þjónustan henti þeim sem til okkar sækja. Umhverfismál eru okkur mjög mikilvæg þar sem við störfum í mjög nánu umhverfi við náttúrurna.

Draga úr magni óflokkaðs úrgangs
Draga úr orkunotkun
Kaupum vistvænt
Draga úr vatnsnotkun
Fræða og miðla um umhverfismál
Við upplýsum viðskiptavini umhverfsstarf hótelsins og við
eflum samstarf til að draga úrneikvæðum umhverfismálum
Við tryggjumað starfsfólk hafi góðaþekkingu og beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi hótelsins
Fylgjumst með nýjungum í umhverfismálum og eflum almenna umhverfisvitund
Draga úr magni óflokkaðs úrgangs
Bjóðum ekki uppá einnota eða sérpakkaðar vörur, sé þess kostur
Flokkum allan úrgang og sendum til endurvinnslu
Gera flokkun aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn
Fara sparlega með efni og nota sápuskammtara
Kaupa vitsvænt
Kaupa ávallt umhverfisvottaðar vörur séu þær í boði og þjónustu
Drögum úr vatnsnotkun við fylgjumst reglulega með stillingu á tækjum og
vatnsnotkun í eldhúsi, þvottahúsi og ræstingu
Draga úr orkunotkun
Notum ávallt LED perur og sparperur og við endurnýjum ekki glóperur
Velja orkunýtin tæki við innkaup
Vinna markvisst að því að draga úr orkunotkun

Markmið þjónustustefnunnar

Gildi þjónustu

Verkferlar þjónustu

Þjónustustefnaogverkferlar
Hótel Varmaland hefur sem markmið að veita framúrskarandi þjónustu sem uppfyllir og jafnvel fer fram úr væntingum gesta. Þjónustustefnan og verkferlarnir endurspegla þessa skuldbindingu og skilgreina hvernig við höldum við hæsta gæðaþjónustustigi.
Að stuðla að ánægju og vellíðan allra gesta.
Að tryggja samræmi og fagmennsku í öllum samskiptum og þjónustu.
Að bæta stöðugt þjónustuferli og gæði þjónustunnar.

Viðskiptavinamiðun: Öll þjónusta skal vera sniðin að þörfum gesta.
Fagmennska: Þjálfun og þekking starfsfólks er lykilatriði í að veita faglega þjónustu.
Sveigjanleiki: Að bregðast skjótt og á sveigjanlegan hátt við ólíkum þörfum og aðstæðum gesta.
Móttaka gesta: Skýr ferli fyrir innritun og útritun, með áherslu á fljótleg og vinaleg samskipti.
Herbergisþjónusta: Standardar og verklag fyrir hreinlæti og þjónustu herbergja.
Matargerð og veitingar: Ferli fyrir pöntun og þjónustu í veitingastöðum, sem og mataröryggi og gæðastjórnun.

Samskipti við gesti

Þjálfun og þróun starfsfólks

Viðbragðsferli: Ferli fyrir meðhöndlun ábendinga, kvartana og beiðna frá gestum.
Framsetning upplýsinga: Skýr og nákvæm framsetning á upplýsingum um þjónustu, verð og skilmála.
Stafræn samskipti: Notkun stafrænna tækni til að auðvelda bókanir, upplýsingagjöf og samskipti.
Reglubundin þjálfun: Þjálfunaráætlun sem tryggir að starfsfólk hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að veita framúrskarandi þjónustu.
Starfsþróun: Möguleikar fyrir starfsfólk til að þróast og vaxa í starfi

Endurskoðun og umbætur

Reglulegt mat: Árlegt mat á þjónustustefnu og verkferlum til að meta árangur og finna svæði fyrir umbætur.

Endurskoðun ferla: Uppfærsla og endurskoðun á verkferlum til að bæta þjónustu og auka skilvirkni.

Markmið

Hótel Varmaland setti sér markmið um að sækja um vottun hjá Vakanum árið 2022. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út hótelreksturinn og þjónustu fyrirtækisins. Með því að fara til þriðja aðila þá fáum við staðfestingu á því sem er vel gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

Við vitum að öll fyrirtæki hafa áhrif á umhverfið og samfélagið með starfsemi sinni. Hótel Varmaland er þar engin undantekning og því viljum við bjóða upp á umhverfis- og félagslega ábyrga þjónustu fyrir gestina okkar. Einnig viljum við vera gott fordæmi fyrir samstarfsfélaga okkar innan ferðaþjónustunnar með því að axla ábyrgð og stuða að sjálfbærum atvinnurekstri.

Hótel Varmaland leggur sig fram við að draga úr áhrifum á umhverfið og innleiðir aðgerðir til að stuðla að því. Unnið er að sjálfbærni stefnu og ætlum fyrir hótelið og verður því unnin og innleidd í starfsemi fyrirtækisins sem vinnur í takt við áherslur Vakans. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að uppfylla öll skilyrði Green Key, en þau munu vera í sífelldri endurskoðun – sjá hér að neðan:

Öryggi

Öryggi gesta okkur skiptir okkur miklu máli og við komum fram við þá af háttvísi
Við hvetjum starfsmenn okkar til að sækja menntun og námskeið
Við leggjum okkur fram við að þjálfa starfsmenn okkar
Setjum okkur gildi og vinnum eftir þeim
Setjum upp viðbragðsáætlanir og viðhöldum þeim með námskeiðum

Réttindi

Gerum starfslýsingar
Erum með árleg starfsmannaviðtöl
Erum að vinna að jafnlaunastefnu
Umhverfið
Flokkum sorp
Notum umhverfisvænar vörur
Stuðlum að pappírslausum viðskiptum

Verklagsreglur fyrir Hótel Varmaland & Veitingastaðinn Calor

Öryggisáætlun er kynnt á vordögum ár hvert í apríl/maí. Starfsmenn eru sendir á skyndihjálparnámskeið samhliða sundprófi sem er tekið árlega í samvinnu við sundlaug Borgarness.

Sjúkrakassi er yfirfarinn fyrsta mánudag í mánuði.

Búnaður:

  • Slökkvitæki: Við daglega yfirferð og þrif á að athuga hvort slökkvitækin séu til staðar og aðgengileg og tilbúin. Til notkunar. (Yfirfarin árlega í maí)
  • Eldvarnarteppi: Við daglega yfirferð og þrif á að athuga hvort eldvarnateppi séu til staðar og tilbúin til notkunar. (Yfirfarin árlega í maí)
  • Brunaslöngur: Við daglega yfirferð og þrif á að athuga hvort brunaslöngur séu aðgengilegar og í lagi.
  • Sjúkrakassar: (Yfirfarnir einu sinni í mánuði)
  • Hjartastuðtæki: (Yfirfarið árlega í maí)
  • Kertaarin í setustofu: Við daglega yfirferð og þrif skal ganga úr skugga um að arinn sé hreinn og aðgengi að brunaslöngu og slökkvitæki sé gott.

Ábyrgðaraðili: Hótelstjóri í samvinnu við vaktstjóra

Þekking og færni starfsmanna

  • Allir starfsmenn fara á skyndihjálparnámskeið annað hvert ár og vita hvar sjúkrakassi og hjartastuðtæki eru staðsett í húsinu. Ath. nýir starfsmenn fara á námskeið áður en þeir hefja störf.
  • Einn starfsmaður á vakt hefur farið á skyndihjálparnámskeið og kann að beita hjartastuðtæki, ef það er til staðar.
  • Rifja skal upp notkun á hjartastuðtæki reglulega.
  • Brunaæfing er haldin í lok maí:
  • Æfa viðbrögð við eldsvoða.
  • Þekkja útgönguleiðir og hvar allir eiga að safnast saman.
  • Kynna sér staðsetningu slökkvitækja.
  • Farið yfir viðbragðsáætlanir með starfsmönnum tvisvar á ári (í lok maí og lok september).
  • Allir starfsmenn skulu vita hvar á að stoppa veitur inn í húsið eins og að vita hvar vatnsinntök eru
  • Allir starfsmenn skulu vita hvar rafmagnstöflur eru og hvernig þær virka

 

Ábyrgðaraðili: Hótelstjóri í samvinnu með vaktstjórum

 

 

Húsnæði

  • Bannað er að stafla aukarúmum/stólum/borðum eða öðru sem hindrað getur flótta-/útgönguleiðir. Alltaf skal hafa flóttaleiðir greiðfærar.
  • Muna að nota viðvörunarskilti þegar gólf eru þvegin eða þau eru blaut og hál.
  • Passa að ryksugusnúrur séu ekki í miðjum gangvegi eða á öðrum stöðum þar sem þær geta skapað hættu.
  • Á veturna þarf starfsfólk í afgreiðslu að huga að hálkuvörnum utanhúss, hreinsa klaka/snjó við inngang og athuga með grýlukerti ef þarf.
  • Athuga þarf öll blöndunartæki í lok mars á hverju ári. (Muna útikrana, skrúfa fyrir)
  • Skipta ljósaperum eftir þörfum og fara yfir allar perur í ágúst á hverju ári.
  • Allir starfsmenn taka þátt í eftirliti daglega og eiga að koma athugasemdum á framfæri samkvæmt ferlum

 

Veitingasalur

  • Muna að það sem kemur úr ofninum er heitt, nota pottaleppa.
  • Vara gesti við þegar/ef diskar eru heitir.
  • Muna að ganga frá matarafgöngum í hrein ílát og setja lok eða filmu yfir. Merkja með dagssetningu.
  • Muna að geyma matvæli við rétt hitastig.
  • Alltaf að nota hrein bretti og skurðarhnífa.
  • Muna að nota svuntu við eldhússtörfin; matreiðslu og uppvask.
  • Muna hvernig bregðast skal við ef stendur í gesti, sjá viðbragðsáætlun í möppu.
  • Muna hvernig við bregðumst við bráðaofnæmi, sjá viðbragðsáætlun í möppu.
  • Muna að við notum ekki tyggjó eða munntóbak hér á Hótel Varmalandi.