Aðgengi

Á Hótel Varmalandi leggjum við mikla áherslu á að tryggja aðgengi fyrir alla gesti okkar, óháð hreyfigetu.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Á Hótel Varmalandi leggjum við mikla áherslu á að tryggja aðgengi fyrir alla gesti okkar, óháð hreyfigetu. Við bjóðum upp á sex aðgengileg herbergi sem eru sérhönnuð til að mæta þörfum fatlaðra og hreyfihamlaðra.

Herbergin eru rúmgóð með breiðum dyrum sem auðvelda aðgengi, og eru þau staðsett þannig að gestir hafi greiðan aðgang að öðrum aðgengilegum svæðum hótelsins. Innréttingar og búnaður í herbergjunum eru hannaðar með þægindi og öryggi í huga; þetta felur í sér lægri hurðarhúna, slétt yfirborð, aðgengileg ljósrofa og auka pláss til að auðvelda hjólastólanotkun.

Baðherbergin eru einnig sérhönnuð til að tryggja aðgengi. Þar eru handföng á hentugum stöðum, sturtur án þröskulda og auðvelt aðgengi að vaski og öðrum innréttingum. Við tryggjum að öll herbergin uppfylli staðla sem gera dvölina bæði þægilega og örugga fyrir þá sem þurfa á auknu aðgengi að halda.

Aðgengi er ekki takmarkað við herbergin sjálf. Öll helstu svæði hótelsins, þar með talin veitingastaðir, útisvæði, og opin svæði eru fullkomlega aðgengileg fyrir hreyfihamlaða gesti. Það er okkar markmið að tryggja að hver og einn gestur geti notið þeirrar náttúrufegurðar og friðsælu umhverfis sem Hótel Varmaland hefur upp á að bjóða.

Við hvetjum alla gesti til að hafa samband ef einhverjar sérstakar þarfir eru fyrir hendi. Starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að aðstoða við að skipuleggja dvölina til að tryggja að allir fái sem mest út úr heimsókn sinni.