Á hótelinu eru 60 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð.
Í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli. Deluxe, Junior Suite, Suite og Superior Suite herbergin eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að fjóra gesti.
Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel.
Morgunmatur innifalinn í gistingunni og er framreiddur á 4. hæð á veitingastaðnum Calor frá 08:00 til 10:00 alla daga vikunnar.
Innritun er frá kl. 16:00 á daginn og útritun er til kl. 11:00.