Umhverfis hótelið er mikill fjöldi náttúruperla og margir áhugaverðir staðir til að skoða og heimsækja.

Má þar td nefna Kraumu náttúruböð, Reykholt og Snorralaug, geitabúið að Háafelli, Giljaböðin, Húsafell þar sem má finna bæði golfvöll og sundlaug og síðan Langjökul þar sem ýmsir útivistarmöguleikar eru í boði.