Á fjórðu og efstu hæð hótelsins er hinn glæsilegi Calor veitingastaður með stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn. 

Opið er alla daga frá 18:00 til 21:00 og borðapantanir eru í síma 419 5000, með tölvupósti á info@hotelvarmaland.is eða í móttöku hótelsins.

Hópapantanir hopar@hotelvarmaland.is

Í eldhúsi Calor töfra kokkarnir fram ljúffengar kræsingar.  Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð sem er innifalið í gistingunni, árstíðatengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseðil.  Eins er boðið upp á sérsniðna matseðla með fjölbreyttum veitingum við ýmis tækifæri.

Veitingastaðurinn Calor er tilvalinn fyrir veisluhöld og hvers kyns samkomur, árshátíðir, brúðkaupsveislur, fermingar, afmæli, erfidrykkjur og ýmislegt fleira.  Inn af veitingastaðnum er salur sem tekur allt að 30 manns í sæti og hentar hann vel fyrir smærri hópa, fundi, kynningar og fyrirlestra.  Glerveggir eru á allar hliðar veitingarstaðarins, stórar svalir til suðurs og norðurs og útsýnið hreint út sagt stórfenglegt.