Við gætum að sjálfsögðu ítrustu sóttvarna hér á Hótel Varmalandi, allir snertifletir sprittaðir reglulega, starfsfólk ber grímur við þjónustu og fer í hraðpróf reglulega.
Veitingasalnum á Calor verður skipt í þrjú hólf, sem hvert um sig telur að hámarki 50 manns.
Sérstakur þjónn þjónar hverju hólfi, tekur drykkjarpantanir og kemur með drykki á borðin.
Við stýrum flæði á hlaðborðið þar sem þjónn skammtar á diska án þess að snerta disk gests,
en stefnan er að stýra flæði á hlaðborðið þannig að einn hópur sé þar í einu.
Við biðlum almennt til gesta að vera með grímu þegar það er á ferðinni um hótelið.
Svipað fyrirkomulag er á morgunverðarhlaðborði.
Við mælum með að gestir fari í hraðpróf áður en það kemur til okkar https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2021/09/06/Hradprof-vegna-smitgatar-og-staerri-vidburda/
Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst en við hlökkum til að taka á móti ykkur
